Velkomin á heimasíðuna mína !

Vííha, loksins komin með heimasíðu 😀

Langþráður draumur hefur ræst en mig hefur lengi langað til að hafa eigin heimasíðu þar sem ég get tjáð mig og komið því á framfæri sem ég tel að geti átt erindi við mörg okkar.

Annar draumur er líka að rætast og það er að klára nám í heildrænni næringarfræði (integrative nutrition).  Hér á síðunni er hægt að lesa allt um námið, hvað ég er að læra og hvað ég ætla að bjóða ykkur uppá.

Screen Shot 2013-07-04 at 13.33.40

Ég mun fyrst og fremst að tala um hluti sem snúa að mat og matargerð ásamt ýmsum fróðleik sem tengist heilsu okkar. Einnig á ég eftir að deila með ykkur eigin hugrenningum, áhugaverðum greinum, fróðleik og ýmsu öðru sem tengist líkamlegri sem og andlegri næringu.  Ég þygg ábendingar með þökkum og mér  þætti líka sérstaklega vænt um að heyra frá ykkur ef það er eitthvað sem þið viljið vita meira um þannig að endilega hafið samband .

Ég mun reglulega setja inn nýjar uppskriftir og uppgötvanir sem ég geri í matargerð.  Er nú þegar búin að setja inn einhverjar uppskriftir sem áður hafa birtst á facebook. Ein ný nammiuppskrift er komin en þetta er geggjaður hollustubiti sem kallast Mazekúlur, afar auðveld, holl og góð.

IMG_1964

Hægt er að smella á „Follow“ hér til hægri á síðunni ef þið hafið áhuga á að fylgjast með því sem hér gerist.  Einnig er núna hægt að fylgja mér (follow) á Facebook en þið (fb) vinir mínir mættuð alveg deila þessari síðu með ykkar vinum.  Það þætti mér afar vænt um 🙂

Með von um að þið eigið eftir að hafa gagn og gaman af.

Knús
Hrönn

“Let Food Be Thy Medicine And Medicine Be Thy Food”

–Hippocrates

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s