Brauðlaus borgari

Þessi matur kemst ótrúlega nálægt því að vera sveittur skyndibiti, svona miðað við hversu hollur hann er 😉

IMG_1243

Þessi matur samræmist svokölluðu Steinaldarfæði (Paleo) og því óþarfi að hafa eitthvað samviskubit við að úða þessu í sig.  Enda er alveg sama hvað maður borðar, alltaf að gera það með gleði og sleppa samviskubitinu, það er best fyrir meltinguna 😉
Uppskriftin er í Heilsuréttir fjölskyldunnar sem er með bestu uppskriftabókum á Íslandi að mínu mati.

Uppskriftin, fyrir 2:

2 kjúklingabringur
4-6 beikonsneiðar
Chilliduft og svartur pipar, eftir smekk
1 stór tómatur
lauksneiðar
Kál
2 egg
3 msk heimalagað majónes og 1 tsk chillimauk (í krukku, t.d. Sambal oelek)

Skera bringurnar í tvennt eftir endilöngu, setjið í plastfilmu og berjið aðeins bringurnar svo þær fletjist út.
Steikið beikonið á pönnu, smá pipar á og setja í eldfast mót. Steikja kjúllann á sömu pönnu, ca 3 mín. á hvorri hlið, krydda með chillidufti og setja í eldfast mót líka (má vera sama mótið).
Setja í 150 °C heitan ofn í 10 mínútur. Á meðan eru eggin steikt (spæld) og majónesi og chillimauki blandað saman.
Smyrjið eitt kjúllastykki með chillimæjó, raða síðan á; káli, lauk, tómötum, eggi, beikoni og að lokum annað kjúllastykki, smurt eins og hitt, lagt ofaná.

Majónes:
2 eggjarauður
1 tks dijon sinnep
3 tsk sítrónusafi
1 dl jómfrúarólívuolía
1 dl kókosolía, brædd (helst bragðlaus, t.d. frá Rapunzel)
sjávarsalt og nýmalaður pipar.
Eggjarauður, sinnep og 1 tsk sítrónusafi sett í matvinnsluvél og blandað saman. Blanda olíum saman í litla könnu og látið mjóa bunu leka í matvinnsluvélina á meðan hún gengur. Lítið í einu svo þetta skilji sig ekki. Þegar öll olían hefur blandast við er þetta orðið eins og alvöru mæjó. Smakka til með sítrónusafa, salti og pipar.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s