Lasagne, það allra besta

Þessa uppskrift fékk ég hjá frænku minni þegar ég var 18 ára minnir mig og hún verður aldrei toppuð !
Þar sem ég er með barn sem fæst ekki til að borða grænmeti þá er þetta eitt af því sem ég get falið smá…..  ég ríf niður gulrætur frekar fínt og steiki með hakkinu 😉

Screen Shot 2013-06-28 at 08.53.10

1. hluti:

 • 800 gr nautahakk
 • 2-3 hvítlauksrif, marin
 • 3 msk tómatpurreé
 • 1 dós niðursoðnir tómatar
 • 1 dl vatn
 • salt

Hakkið steikt, rest bætt í og allt látið malla í smá stund.

2. hluti:

 • 4-500 gr. Kotasæla
 • 2 egg
 • 1/2 tsk hvítur pipar
 • 1 msk þurrkuð steinselja, eða 2 msk fersk
 • Allt hrært saman

Eldfast mót smurt með ólívuolíu og svo er þetta sett í, í þessari röð:

 • Kotasæla
 • Lasagne-plötur
 • Kotasæla
 • Lasagneplötur
 • Kjöt
 • smá rifinn ostur
 • Lasagneplötur
 • Kjöt

Bakað í ofni í 30 mín, á 180 °C, tekið út eftir 15 mín og rifnum osti hent yfir. Mjög gott að setja líka pínu af rifnum parmesan.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s