Austurlenskt allskonar eða TTK súpa

TTK  þýðir einfaldlega Taka Til í Kæli og því er þetta uppskrift sem þarf ekkert að fara eftir 😉
Hér er ein útgáfan og í henni var lax og smá þorskbiti sem ég átti í kistunni en þetta gæti líka verið kjúlli, kalkúnn eða bara grænmetið.

Screen Shot 2013-06-26 at 18.28.01

 • 1/2 rauð paprika, í litum bitum
 • 1 gulrót, sneidd þunnt
 • 1/2 rauðlaukur, saxaður
 • 1 rauður chili, fræhreinsaður og saxaður
 • 2 væn hvítlauksrif, söxuð
 • ca 1 msk rifinn engifer
 • Tom Yum mauk, 1 kúfaðar tsk (í litlum krukkum)
 • 1 tsk kóríandermauk
 • ca 3 vorlaukar, sneiddir
 • ferskt kóríander
 • ca 1 ltr vatn og kraftur eftir smekk
 • 1 dós kókosmjólk og smá salt. Setti líka svona harðan kókosklump (ekki olíu) en það má eins nota meiri kókosmjólk).
 • Lítið þorskflak og ca 200 cr laxabiti.

Hita pínu olíu í potti, léttsteikja allt grænmetið (líka Tom yum maukið) nema vorlauk og ferskt kóríander. Bæta vatni, krafti, kókosmjólk og salti og sjóða í smá stund. Smakka til….. bæta kókosmjólk ef hún er of sterk. Setja fiskbita í lokin og leyfa þeim að hitna í gegn. Strá vorlauk og kóríander yfir og BORÐA 

Það eru til alls konar svona „austurlensk“ mauk(paste) í litlum krukkum og um að gera að skipta út! Einnig má sleppa maukinu en þá verður hún mildari -en samt góð.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s