Pecankaka með súkkulaði,- og cashewmauksfyllingu

Þetta er fyrsta hrákakan sem ég gerði og hún heldur enn fyrsta sætinu hvað varðar undirbúning, bragð og gæði 🙂
Fann hana á  www.cafesigrun.comBotn:
* 100 gr pecanhnetur
* 50 gr möndlur
* 90 gr döðlur, saxaðar gróft (leggið í bleyti í 20 mínútur)

Fylling:
* 100 gr cashewhnetur
* 1 stór, vel þroskaður banani
* 30 gr kakó (lífrænt framleitt)
* 4 msk agavesíróp
* 50- 60 ml sojamjólk (einnig má nota möndlumjólk, hrísmjólk, haframjólk eða undanrennu)
* 1 tsk vanilludropar eða duft úr heilsubúð
* Smá klípa salt salt (Himalaya eða sjávarsalt)
* 1,5 msk kókosolía + 1 tsk kókosolía

Screen Shot 2013-06-26 at 13.45.38
Aðferð:
* Setjið pecanhneturnar og möndlurnar í matvinnsluvél og malið í um 20 sekúndur eða þangað til grófmalað (má ekki vera of fínmalað á þessu stigi), skiljið eftir í vélinni.
* Hellið vatninu af döðlunum (ekki notað) og setjið í matvinnsluvélina.
* Blandið þannig að deigið verði grófkornótt og límist vel saman (ekki of maukað en samt þannig að klessist vel saman og haldist þannig ef þið klípið deigið með höndunum).
* Klæðið 21 cm. lausbotna kökuform með bökunarpappír eða plastfilmu.
* Þrýstið blöndunni ofan í botninn og upp á hliðarnar (svona 2 cm. upp á hliðina, botninn þarf ekki að vera mjög þykkur). Geymið í ísskápnum.
* Setjið cashewhneturnar í matvinnsluvél og maukið alveg þangað til hneturnar fara að mynda kekki, gæti tekið nokkrar mínútur.
* Bætið 1 tsk af kókosolíu saman við í dropatali á meðan vélin vinnur.
* Setjið bananann í matvinnsluvélina ásamt sojamjólkinni (byrjið með 50 ml) og blandið vel.
* Bætið vanilludropum, salti, agavesírópi og kakói út í og látið vélina vinna í nokkrar sekúndur.
* Bætið 1,5 msk af kókosolíu saman við (nokkra dropa í einu) og maukið vel. Athugið að súkkulaðiblandan verður mjög fljótandi en á eftir að stífna í ísskápnum.
* Takið formið með botninum úr ísskápnum.
* Hellið blöndunni út í og jafnið vel út.
* Geymið í ísskáp í 2-3 tíma.
* Fjarlægið formið.
* Best er að færa kökuna á disk þannig að þið notið lausan botn úr kökuformi til að smeygja undir kökuna og renna henni yfir á diskinn. Passið að hún beyglist ekki.
* Berið kökuna fram kalda (verður annars of mjúk).
* Kökuna má skreyta með hnetum (t.d. pecanhnetum), berjum, ávöxtum, kókosflögum, kakónibbum o.fl.

* Nota má valhnetur í staðinn fyrir pecanhnetur.
* Gera má kökuna í nokkur minni form.
* Í staðinn fyrir 100 gr cashewhnetur getið þið notað sama magn af cashewhnetumauki (cashew butter) ef þið komist í slíkt.
* Ef þið eigið kakónibbur (cacao nibs) er gaman að skreyta kökuna með þeim og þær gefa líka skemmtilega áferð.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s