Múslístykki

Þetta er mjög gott að geyma í frysti og taka út eftir þörfum, þarf að standa í andartak við stofuhita.  Má auðvitað líka geyma í kæli en þetta er svo gott að það er of auðvelt að ná sér bara í ísskápinn 😉   Þetta er hollur millibiti en eins og með allt svona fæði þá er þetta nú kannski ekki neitt megrunar og allt er gott í hófi  …. 😛
2 msk kókosolía, smjör eða olía
2 msk sykurlaust hnetusmjör
2 msk agavesýróp
100 gr eplamús
150 gr fíkjur
1 tsk vanilludropar
30 gr kókosmjöl
100 gr haframjöl
50 gr amaranth (poppað) eða bara meira af  öðru
1 msk hrásykur
30 gr sólblómafræ
1 tsk kanill
pínu salt
50 gr 70% súkkulaði
Screen Shot 2013-06-26 at 13.53.35
Olía, hnetusmjör og sýróp sett í skál og hitað í 30 sek í örbylgju. Setja það svo í blandara/mixara ásamt vanilludropum, fíkjum og eplamús. Maukað vel.
Öllu nema súkkulaðinu hrært saman við og þessu svo þrýst í form ca, 23 cm í þvermál og bakað í 20 mínútur við 180 °C. (þægilegast að setja smjörpappír undir)
Tekið út, þrýst ofan á aftur og bræddu súkkulaði dreift yfir og kælt.Innihaldinu má að sjálfsögðu breyta að vild/smekk. Setja t.d. þurrkaðar apríkósur í staðinn fyrir fíkjur, appelsínusúkkulaði í stað 70%  o.s.frv. 
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s