Murg Ilaychi – ekta indverskur

Léttur og hollur alvöru Indverskur

það tekur smá tíma að gera þennan en það er þess virði!

Image

1 kjúlli ca 1, 3 kg
1 laukur, smátt saxaður
3 msk volgt vatn
8 msk olía
½ tsk kanill
¼ tsk negulnaglar, ferskmalaðir
1 tsk saffran (má sleppa)
150 ml vatn

Masala:
250 ml jógúrt
1 tsk kardimommur, ferskmalaðar
2 msk engifer, smátt saxsað
1 msk hvítlaukur, smátt saxaður
½ tsk pipar og chili, ferskmalað

1) Masala: setja allt í matvinnsluvél og blanda vel. Mala samt fyrst kardimommur.
2) Hita ofninn í 250 °C, hluta kjúllana niður, raða í ofnskúffu og steikja í ca. 10 mín. Taka út og hella masala yfir.
3) Á meðan kjúllinn er í ofninum er saffranið sett í 3 msk volgt vatn og látið standa í 10 mín.
4) Hita olíu á pönnu og steikja lauk á miðlungshita í ca 3-4 mín eða þar til gullbrúnn. Setja kanil og negul saman við og hrært. Setja saffran samanvið og hella blöndunni yfir kjúllana. Bæta 150 ml af vatni við í ofnskúffuna og steikt áfram við 250 °C. Borið fram með „indverskum“ hrísgrjónum.

 

Þessi réttur fær bragðlaukana til að fara í flikkflakk hjá þeim sem finnst sterkur og framandi matur góður.  Það er að sjálfsögðu lang best þegar maður á kryddin heil og malar þau beint í matinn, bragðið verður nánast ónáttúrulegt það er svo gott en möluð krydd eru líka fín, spurning um að nota aðeins meira bara.  Öll þessi krydd eru þó þannig að hver og einn getur prófað sig áfram og náð fram sínu uppáhaldsbragði.  Ég er t.d. mikið fyrir kardamommubragðið ásamt chili og því spara ég það ekki 🙂

Image

Verði ykkur að góðu !

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s