Graskerssúpa með austurlensku sniði

Screen Shot 2013-06-26 at 17.33.55

Hokkiado grasker er ekki ósvipað sætum kartöflum og alveg hægt að nota þær líka.  Eins og alltaf þá bragðbætir maður að eigin smekk, meira eða minna af hvítlauk, engifer, chili……   !

Voða þægilegt að henda öllu í pott snemma dags, sjóða og leyfa því að standa yfir daginn, mauka svo og hita upp þegar á að borða og klára dæmið 🙂

 • ca 700 gr grasker, kjarnhreinsað og skorið í bita
  1 meðalstór kartafla, skorin í bita
  1 chili, kjarnhreinsaður, saxaður
  1 biti (ca 2 cm) engifer, saxaður
  2 hvítlauksrif
  4 schallott laukar (eða bara venjul)
  3 msk kókosolía (ég vel fljótandi olíu frá Natures aid)
  1 lítri grænmetissoð
  1-2 tsk sítrónusafi
  Cayennepipar á hnífsoddi
  200 ml kókosmjólk eða bara heil dós 

Screen Shot 2015-02-25 at 22.09.46

Grasker, kartafla, chili og engifer, hvítlaukur og laukur léttsteikt í smjörinu, grænmetissoði bætt í og soðið í 15 mínútur. Allt maukað í matvinnsluvél eða „blender“, sett í pott aftur, hitað, smakkað til með sítrónusafa, cayennepipar og salti/krafti. Kókosmjólk sett í lokin en ekki láta sjóða.

Má skreyta með ristuðum graskersfræjum og graskersfræsolíu 

Gott að borða með sýrðum rjóma

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s