Dádýraborgari með gráðostahvítlaukssósu

Ég notaði hér dádýrakjöt en hreindýr eða annað villikjöt er ekki síðra.

Screen Shot 2013-06-26 at 14.15.01

Gráðostahvítlaukssósa
1 dós sýrður rjómi, ca50-100 gr gráðostur og eitt stórt (marið) hvítlauksrif stappað saman við.
1000 eyja sósa
  • 1/4 laukur, smátt saxaður
  • 1/3 rauð paprika, smátt söxuð
  • 1,5 msk sýrðar gúrkur, saxaðar
  • 200 ml sýrður rjómi (finnst 30% feitur bestur)
  • 2 msk tómatsósa
  • 1-2 msk safi af sýrðu gúrkunum

Allt hrært saman og látið standa í smá stund.

Í stað franskra kartaflna þá gerum við báta sem eru bakaðir í ofni.  Setjið bátana í poka ásamt þeim kryddum sem þið viljið, ég nota oft bara salt, pipar og ferskan marinn hvítlauk og góða olíu.  Loka pokanum (með lofti í ) og hrista þetta duglega saman. Fínt líka að leyfa þessu aðeins að liggja í pokanum.  Dreift í bökunarskúffu og bakað í ca 40 mín.
Sætar kartöflur er ekki síðri með:  skera þær í bita, baða í smá ólívuolíu eða smjöri, salta og strá timian á. Baka í 40 mín.
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s