Marokkóskar hakkbollur

IMG_1884Þessi er tiltölulega fljótleg í undirbúningi en það má reikna með ca 1,5 klst í allt þar sem hún þarf að malla í 50-60 mínútur.  Gott að borða með góðu salati og þá er þetta fullkomin paleo (steinaldar) máltíð.  Annars getur hver og einn valið meðlæti að vild; brún hrísgrjón, Quinoa, kartöflur etc….

Bollur:
2 msk söxuð steinselja

1 msk paprikuduft

1 tsk cumin

1 tsk salt, 1/2 tsk svartur pipar

1 kg lambahakk (eða nautahakk)

Öllu hnoðað saman og búa til litlar bollur, ca golfkúlustærð, og leggja á plötu/bretti.

Sósa:

1 msk kókosolía

2 saxaðir laukar

2 tsk paprikuduft

2 tsk cumin

1 tsk salt, 1/2 tsk svartur pipar

2 saxaðir  tómatar

1 1/2 bolli vatn

2/3 bolli tómatpurré

1/2 bolli söxuð steinselja (um 2 msk)

Setjið lauk á pönnu með kókosolíu og mallið í smá stund. Bætið kryddum og veltið í hálfa mínútu og því næst tómötum í ca 1 mín.  Að lokum kemur vatn, tómatpurré og steinselja og suðan látin koma upp.  Bollunum raðað í og látið malla undir loki í ca 30-40 mín. Lokið tekið af og látið krauma í 20 mín til viðbótar.  Gott að strá pistasíuhnetum yfir þegar rétturinn er borin fram.
Það getur líka verið gott að skipta út steinseljunni og nota kóríander.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s