Kjúklingabringur með klettasalatspestó, tómötum og mozzarella

Það liggur við að þessi kjúklingaréttur sé skyndibiti því það er svo fljótlegt að gera hann.   Semsagt ofurhollur skyndibiti !

IMG_4532

Megnið af innihaldsefnum er hent í mixara en það er fátt fljótlegra en að búa til pestó.

IMG_4533

IMG_4534

Image

  • 4 bollar fersk basilikka (eða 1 poki Klettasalat), nú eða bara bæði og jafnvel smá kóríander
  • 3 hvítlauksrif, pressuð
  • 4 msk ristaðar furuhnetur
  • ¼ bollu ólífuolía
  • ½ bolli rifinn parmesan
  • Sjávarsalt og nýmalaður pipar
  • 4 kjúklingabringur
  • 2 tómatar
  • mozzarella ostur (í vatni)

Allt nema bringur, tómatar og mozzarella sett í matvinnsluvél og smakkað til, kannski þarf meiri olíu !

Loka kjúllabringum á pönnu, raða í eldfast mót, setja pestó yfir, tómatsneiðar og sneið af mosarella og baka í ca 20 mín. Borða með pasta eða quinoa og rest af pestói.

Verð að játa að ég er nýfarin að nota bara quinoa sem meðlæti og það er geggjað. Hugsa að þetta flokkist þannig sem lágkolvetnafæði líka 😉

IMG_4540

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s